Menu

UM ÞÆTTINA

Hvers vegna ekki?! fjallar um ævintýralegt ferðalag Önnu Sooväli frá því að vera bekkjarlúðinn í að verða hin ofursvala rappstjarna NoJik. Auk þess fáum við að fylgjast með fjölskyldulífi Önnu sem er frekar sérstakt. Og hvers vegna ekki þegar maður hefur hugrekki til að fylgja eigin sannfæringu?

Hvers vegna ekki?! segir í tíu þáttum söguna af hinni 18 ára Önnu, sem er um það bil að útskrifast úr framhaldsskóla og langar að verða fræg rappstjarna. Því miður er hún alger lúði auk þess sem hún stamar. Allir reikna með því að hún fari í háskólanám og leggi þar stund á mikilvæg fræði. Anna hefur sjálf litla trú á að draumurinn geti ræst, þar til dag einn að allt breytist. Eftir að æskuvinur pabba hennar fær hjartaáfall ákveður hann að hætta sem framkvæmdastjóri og elta draum sinn um að verða tískuhönnuður.

Þetta veitir Önnu hugrekkið til að elta eigin drauma og skrá sig í rapp-keppni sem helsta rappstjarna Eistlands, Genka, stendur fyrir. Fyrstu verðlaun eru plötusamningur og dýrðarljómi frægðarinnar. Ekki nóg með það heldur þarf Anna að takast á við bekkjargerpin, fyrstu ástina og fyrstu alvöru vinnuna, sem uppvaskari á næturvakt á veitingastað. Við það bætist svo að eldri bróðir hennar, Gustav, er óvart orðinn meðlimur í stórhættulegu gengi. Hinn uppátækjasami afi Önnu og yfirspennt mamma hennar bæta svo gráu ofan á svart.

Framhaldsskólalíf, hömlulaus ævintýraþrá, slagsmál, rifrildi, tónlist, fyrsta ástin, fyrstu alvöru ákvarðanirnar, og drama og þrár ungs fólks. Um þetta fjallar Hvers vegna ekki?! 

Casts

Maarja Jakobson

Mamma

Indrek Taalmaa

Pabbi

Lauri Nebel

Afi

Sten Jõgi

Gustav bróðir

Neiron Seire

Jaan bróðir

Emma Tross

Liis, bekkjarsystir og besti vinur

Risto Kuuskla

Keido, bekkjarbróðir

Oliver-Marcus Reimann

Vadim, bekkjarbróðir

Mauri Liiv

Marko, bekkjarbróðir

Melissa Mariel Korjus

Carmen, bekkjarsystir

Elis Liblik

Stella, bekkjarsystir

Helena Tõnisma

Birgit, bekkjarsystir

Grete Klein

Þjónustustúlka á veitingastað

Ivo Reinok

Kokkur á veitingastað

Henry Kõrvits

Genka

Ott Kiivikas

Vinur pabba

Riho Kütsar

Vinur pabba

Janek Joost

Yfirmaður mömmu

Külliki Saldre

Amma

Ragne Pekarev

Blaðakona

Aarne Soro

Öryggisvörður

Tarvo Vridolin

Yfirmaður á veitingastað

Viire Valdma

Yfirmaður í verlsun

Mari Abel

Stærðfræðikennari