Menu

Nú er að fara í loftið flottir útvarpsþættirnir Allskyns

Nú er að fara í loftið flottir útvarpsþættirnir Allskyns. Í þessari 10 þátta röð skoða Guðmundur Felixson og Hafdís Helga Helgadóttir allskyns störf, skoða hvers kyns þau eru og hvort kyn skipti þar einhverju máli.

Í fyrsta þætti af Allskyns rýna þau í tónlistarbransann og stöðu kynjanna innan hans. Er meira pláss fyrir karlkyns rappara á markaðnum eða er það á ábyrgð stelpnanna að taka sér meira pláss? Hvers vegna hafa nánast engar konur samið Þjóðhátíðarlag og hvers vegna þarf fólk að fara úr skónum fyrir prufur hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands?

Í öðrum þætti er fjallað um íþróttir. Það er staðreynd að karlaíþróttir eru töluvert vinsælli en kvennaíþróttir, en er rökrétt ástæða fyrir þessum vinsældarmun? Hvernig getum við breytt okkar viðhorfi gagnvart kvennaíþróttum og hvaða ábyrgð bera fjölmiðlar og styrktaraðilar? Kannski er bara eðlilegt að sumar íþróttir þyki kvenlægar og aðrar karllægar. Nýjar íþróttagreinar eins og Crossfit benda þó til þess að allir geti orðið stórstjörnur í íþróttum, óháð kyni.

Þættirnir eru unnir í samstarfi við Jafnréttisstofu og styrktir af áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/allskyns/28993?ep=8kfuoh