Menu

KENNSLUEFNI

fyrir kennara um hvernig má ræða staðalmyndir kynjanna við nemendur á mismunandi aldri í mismunandi námsgreinum. Námsefni á íslensku, eistnesku, ensku, rússnesku, pólsku og litháísku verður aðgengilegt á vefsíðu verkefnisins.

Um BREAK! verkefnið

HVAÐ? Margmiðlunarverkefni

FYRIR HVERJA? Ungt fólk sem lætur staðalmyndir kynjanna ekki ráða náms- og starfsvali, heldur eigin áhugasvið og hæfileika.

HVER? Skrifstofa framkvæmdastjóra jafnréttismála í Eistlandi (Estonian Gender Equality and Equal Treatment Commissioner’s Office) ásamt Tallinn háskóla, SA Innove Eistlandi, Ráðuneyti menntamála og rannsókna í Eistlandi, Skrifstofu umboðsmanns jafnréttismála í Litháen og Jafnréttisstofu á Íslandi. Verkefnið er að mestu fjármagnað af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

Hvenær? Yfir 30 mánaða tímabil frá 2017-2019.

Um BREAK! verkefnið

Jafnréttisstofa hefur í samstarfi við jafnréttisstofnanir í Eistlandi og Litháen unnið að verkefni um afnám kynjaðra staðalmynda sem eru heftandi fyrir marga og leiða til einsleitni í náms- og starfsvali. Megin áhersla verkefnisins er á skóla- og tómstundastarf vegna þess að í því starfi er mikilvægt að ræða við nemendur um hugmyndir samfélagsins og þeirra um t.d. kyn, kyngervi og hlutverk kynjanna.

Allt frá setningu fyrstu jafnréttislaganna árið 1976 hafa lögin kveðið á um jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Í 23. grein jafnréttislaga sem fjallar um menntun og skólastarf segir að á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Samkvæmt lagagreininni á að tryggja að kennslu- og námsgögn séu þannig úr garði gerð að kynjunum sé ekki mismunað og í starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum eiga piltar og stúlkur óháð kyni að hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf. Þar segir einnig að skólar skuli nota kynjasamþættingu í allri stefnumótun og áætlunargerð og þetta á einnig við um íþrótta- og tómstundastarf. Skólum ber einnig í samræmi við 22. grein laganna að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni .

SJÓNVARPSÞÁTTARÖÐIN HVERS VEGNA EKKI?!

Hvers vegna ekki?! fjallar um ævintýralegt ferðalag Önnu Sooväli frá því að vera bekkjarlúðinn í að verða hin ofursvala rappstjarna NoJik. Auk þess fáum við að fylgjast með fjölskyldu- og félagslífi Önnu, sem er vægast sagt viðburðaríkt. Hver þáttur er u.þ.b. 28 mínútur og þættirnir eru 10 talsins.


 

Horfa á þætti