Menu

HVAÐ?

HVAÐ? Margmiðlunarverkefni

FYRIR HVERJA? Ungt fólk sem lætur staðalmyndir kynjanna ekki ráða náms- og starfsvali, heldur eigin áhugasvið og hæfileika.

HVER? Skrifstofa framkvæmdastjóra jafnréttismála í Eistlandi (Estonian Gender Equality and Equal Treatment Commissioner’s Office) ásamt Tallinn háskóla, SA Innove Eistlandi, Ráðuneyti menntamála og rannsókna í Eistlandi, Skrifstofu umboðsmanns jafnréttismála í Litháen og Jafnréttisstofu á Íslandi. Verkefnið er að mestu fjármagnað af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

Hvenær? Yfir 30 mánaða tímabil frá 2017-2019.

Samband

Maria Tiidus, maria.tiidus@volinik.ee, +372 588 532 28

Mari-Ann Lumeste, mari-ann.lumeste@volinik.ee, +372 52 55 130

SJÓNVARPSÞÁTTARÖÐIN HVERS VEGNA EKKI?!

Hvers vegna ekki?! fjallar um ævintýralegt ferðalag Önnu Sooväli frá því að vera bekkjarlúðinn í að verða hin ofursvala rappstjarna NoJik. Auk þess fáum við að fylgjast með fjölskyldu- og félagslífi Önnu, sem er vægast sagt viðburðaríkt. Hver þáttur er u.þ.b. 28 mínútur og þættirnir eru 10 talsins.

Fyrsti þáttur fór í sýningu á RÚV þann. Þættina má nálgast á vefsíðu RÚV.

 

NÁMSKEIÐ FYRIR KENNARA OG NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFA

um hvernig nota megi námsefnið í kennslu hefjast vorið 2019 og frekari upplýsingar birtast fljótlega á vefsíðu verkefnisins. Námskeið verða haldin á Íslandi, í Eistlandi og Litháen.

KENNSLUEFNI

KENNSLUEFNI fyrir kennara um hvernig má ræða staðalmyndir kynjanna við nemendur á mismunandi aldri í mismunandi námsgreinum. Námsefni á íslensku, eistnesku, ensku, rússnesku, pólsku og litháísku verður aðgengilegt á vefsíðu verkefnisins.